Anthyllis vulneraria

Ættkvísl
Anthyllis
Nafn
vulneraria
Ssp./var
ssp. borealis
Höfundur undirteg.
(Rouy) Jalas, Ann. Bot. Soc. Zool.-Bot. Fenn. Vanamo 24(1): 40 (1950)
Íslenskt nafn
Gullkollur
Ætt
Fabaceae (Ertublómaætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í sendnum, malarkenndum jarðvegi, í þurru valllendi og meðfram vegum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí, ág.
Hæð
0.1-0.15 m
Vaxtarlag
Niturbindandi fjölæringur. Stönglarnir eru oftast margir saman upp af sömu rót, ógreindir, sívalir með uppréttar eða uppsveigðar greinar, um 10-15 sm á hæð. Jurtin öll dúnhærð.
Lýsing
Stofnstæðu blöðin og neðstu stöngulblöðin stilkuð. Blöðin stakfjöðruð, stofnstæðu blöðin stakfjöðruð, endasmáblaðið langstærst, öfugegglaga en hin smáblöðin lensulaga eða striklaga en vantar stundum alveg. Efri stöngulblöðin stilklaus og smáblöðin öll jafnari að stærð, mjó, aflöng eða nærri striklaga. Blómin einsamhverf, mörg saman í loðnum kolli. Græn aflöng reifablöð undir kollinum. Blómkollar oft 2 saman á stöngulendum. Krónublöðin gul, stundum nær hvít, 12-15 mm á lengd. Bikarinn töluvert, himnukenndur, loðinn, uppblásinn, ljósleitur með fimm fjólubláum tönnum. Uppblásinn bikarinn utan um aldinið stuðlar að góðri frædreifingu með vindum.Fræflarnir 10, samgrónir í pípu utan um frævuna neðan til. Ein löng fræva. Blómgast í júní og heldur áfram að blómgast alveg fram í ágúst.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
Notuð eitthvað sem lækningaplanta
Útbreiðsla
Nokkuð algengur í Mosfellsveit, á Reykjanesskaga og nyrst á Austfjörðum, einkum við Loðmundarfjörð. Annars sjaldséður eða ófundinn.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Tempraði hluti Asíu, Afríka + ræktuð mjög víða