Arenaria norvegica

Ættkvísl
Arenaria
Nafn
norvegica
Íslenskt nafn
Skeggsandi
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex á melum og á lítt grónum, röskuðum svæðum oftast í sendnum jarðvegi.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.03-0.12 m
Vaxtarlag
Smávaxin, jurt með, jarðlægum stönglum, 3-12 sm á hæð og myndar oft jarðlægar breiður. Stönglar yfirleitt fjölmargir og marggreinóttir, blöðóttir, snögghærðir, ýmist jarðlægir eða uppsveigðir.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, þykk, gljáandi, hárlaus eða með gisnum hárum á röndum, oddbaugótt eða breiðlensulaga, 2-5 mm á lengd.Blómin hvít á stuttum leggjum, 6-9 mm í þvermál. Krónublöð eru lengri en bikarblöð, ávöl í endann. Bikarblöðin oddmjó, þrí- til fimmtauga með mjóum himnufaldi. Fræflar 10 og ein fræva með þrem til fimm stílum. Aldinið egg¬laga oft sextennt, nær hnöttótt tannhýði. Blómgast í júní.LÍK/LÍKAR: Kræklar, einkum hnúskakrækill og nórur. Skeggsandinn auðgreindur frá þeim á sextenntu hýði (þrítennt á nórum og oftast fjór- til fimmtennt á kræklum) og á gljáandi, breiðari, oddbaugóttum laufblöðum.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Algengur um land allt, nema á norðanverðum Vestfjörðum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa