Armeria maritima

Ættkvísl
Armeria
Nafn
maritima
Íslenskt nafn
Geldingahnappur
Ætt
Plumbaginaceae (Gullintoppuætt)
Samheiti
Armeria alpina aggr.Armeria maritima aggr.Armeria maritima species group "- Gruppe"Armeria pubescens LinkArmeria vulgaris Willd.Statice armeria L.Statice maritima Mill.Statice vulgaris Hill
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex á söndum, melum, í mosaþembum og í þurru gras- og mólendi, einkum við sjó og upp til fjalla. Algengur um land allt.
Blómalitur
Bleikur-ljósrauðfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.2 m
Vaxtarlag
Þýfð jurt, 5-20 (-25) sm á hæð. Upp af þéttum og gildum, greindum jarðstönglum vaxa fjölmörg, þéttstæð, striklaga blöð, sem minna á grasblöð. Blómstönglar, uppréttir greindir, blaðlausir og stutthærðir.
Lýsing
Blöðin öll í stofnhvirfingum, heilrend, striklaga, randhærð, strend, 15-50 mm á lengd en 0,5-1 mm á breidd, standa þétt.Blómskipunarleggir eru hærðir og sívalur og blómin endastæð í þéttum höttóttum kolli sem er 1,5-2 sm í þvermál. Blómin 5-deild. Krónublöðin bleik-ljósrauðfjólublá, snubbótt, 4-10 mm í þvermál. Bikarinn trektlaga, smátennur upp af rifjunum, hærður neðan til með fimm rauðleitum rifjum og glærum himnufaldi á milli. Ein fræva með fimm stílum og fimm fræflar. Stílar hvíthærðir neðan til. Himnukennd, oft gulbrún hlífðarblöð eru á kollinum neðanverðum. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Ljósberi er áþekkur. Geldingahnappur auðgreindur á blaðlausum stöngli og heilum krónublöðum. Ljósberi er með gagnstæð blöð á stönglum, og djúpklofin krónublöð.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Ekki er óalgengt, að ungar stúlkur skreyti sig með rósrauðum blómkrónum eða flétti úr þeim kransa. Sumir sjúga sykur úr blómkollinum. Ræturnar hafa verið etnar í hallærum. Þær eru harðar undir tönn og kallast harðasægjur.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Mjög algeng, ekki síst á öræfunum.Önnur náttúruleg heimkynni: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka og S Ameríka