Asplenium trichomanes

Ættkvísl
Asplenium
Nafn
trichomanes
Íslenskt nafn
Svartburkni
Ætt
Aspleniaceae (Klettburknaætt)
Samheiti
Asplenium x lusaticum D. E. Mey.; Asplenium melanocaulon Willd.; Asplenium trichomanes subsp. bivalens D.E.Mey.;
Lífsform
Fjölær burkni
Kjörlendi
Vex í klettaskorum.
Blómalitur
Gróplanta - engin eiginleg blóm
Hæð
0.08 - 0.16 m
Vaxtarlag
Þykkur jarðstöngull með langyddum, lensulaga, dökkum hreisturblöðum. Burkninn lítill, með fjöðruðum blöðum, 8-16 sm á hæð. Breiðist ekki út með jarðrenglum. Blaðstilkar oft greindir.
Lýsing
Blöðin sígræn, þéttþýfð. Blaðstilkurinn innan við einn fjórði hluti blaðsins, langær. Blaðstilkur og miðstrengur dökkbrúnn með tveim ljósari himnuföldum á efra borði og með mjóu hreistri neðantil. Blaðkan 5-10 sm á lengd, 7-12 mm á breidd. Hliðarsmáblöðin dökkgræn, nær legglaus, 15-40 hvorumegin, egglaga, 4-5 mm á lengd, fleyglaga í grunninn, heilrend neðantil, en grunnskert ofan til. Gróblettir smáir, aflangir, fjórir til átta á hverju smáblaði. Gróhulan hárlaus og heilrend, fest til hliðar við gróblettinn, himnukennd, vel þroskuð og stendur lengi. Gróblettirnir renna saman með aldrinum. Gróbær í ágúst-september. 2n = 72, 144.LÍK/LÍKAR: Klettaburkni. Klettaburkninn má t.d. greina á grænum miðstreng blaðsins.
Heimildir
9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004180
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur. Aðeins fundinn á fjórum stöðum á suðurland. í Skaftafelli, Núpakoti og Moldnúpi undir Eyjafjöllum og Krossbæ í Hornafirði.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka; Evrópa; Asía; Afríka; Ástralía og Nýja Sjáland.