Asplenium viride

Ættkvísl
Asplenium
Nafn
viride
Íslenskt nafn
Klettaburkni
Ætt
Aspleniaceae (Klettburknaætt)
Samheiti
Asplenium ramosum L.
Lífsform
Fjölær burkni
Kjörlendi
Vex í þéttum smáþúfum í klettaskorum, einkum í veggjum móti suðri.
Blómalitur
Gróplanta - engin eiginleg blóm
Hæð
0.08 - 0.12 m
Vaxtarlag
Lítill burkni með fjöðruðum blöðum, 8-12 sm á hæð. Jarðstöngullinn stuttur, uppsveigður og þéttsettur svörtum, lensulaga hreisturblöðum. Blaðstilkurinn stuttur og langær, brúnn neðantil og grænn ofantil eins og miðstrengurinn, sem er grópaður á efra borði, með gisnum og dökkleitum kirtilhárum og löngu og mjóu eða hárleitu hreistri.
Lýsing
Blaðkan lensulaga, einfjöðruð, 4-10 sm á lengd og 7-12 mm á breidd. Smáblöðin skakktígullaga eða nær kringlótt, bogtennt og hárlaus. Tveir til fimm smáir gróblettir eru síðar neðan á hverju smáblaði. Gróblettirnir aflangir, beinir og renna saman með aldrinum, gróhulan heilrend og hárlaus. Til hliðar við yngstu gróblettina má greinahimnukennda gróhulu sem hverfur við þroskun. 2 n = 72.LÍK/LÍKAR: Svartburkni. Svartburkni er með svarta eða dökkbrúna miðstrengi á blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233500204
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur. Aðeins fundinn á átta stöðum á austanverðu landinu frá Reykjaheiði við Kelduhverfisuður í Kvísker í Öræfum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa og Asía.