Athyrium distentifolium

Ættkvísl
Athyrium
Nafn
distentifolium
Íslenskt nafn
Þúsundblaðarós
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Athyrium alpestre (Hoppe) F.Nyl.
Lífsform
Fjölær burkni
Kjörlendi
Þúsundblaðarósin vex aðeins í mjög snjóþungum landshlutum og ætíð í giljum, lautum eða snjódældum. Vex helst á svölum stöðum í norðurhlíðum meðfram lækjum, í giljum og lautum til fjalla á útkjálkum.
Blómalitur
Gróplanta - engin eiginleg blóm
Hæð
0.20 - 0.60 m
Vaxtarlag
Afar lík fjöllaufungi, sérstaklega blöð og stilkar, oftast þó heldur minni eða 20-60 sm á hæð. Þó má þess geta aðalfliparnir á þúsundblaðarós eru með mjög stuttum leggjum. Blaðstilkar þéttflosugur neðan til, hreistrið breitt og egglaga.
Lýsing
Blöðin oddbaugótt eða breiðlensulaga. Skerðing blöðkunnar er nánast eins og á fjöllaufung og því er mjög erfitt að aðgreina þessa burkna ógróbæra. Má þó greina á því að smæstu bleðlarnir eru snubbóttir, með stuttum, smáum tönnum.Gróblettirnir litlir , dálítið aflangir í fyrstu en verða síðan kringlóttir. Gróhulan fellur fljótt af eða nær ekki fullum þroska. Gróin dökkbrún. Lík/líkar: Fjöllaufungur. Auðgreind frá honum á því, að gróblettirnir eru kringlóttir og gróhulan fellur fljótt af.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://delta-intkey.com/britfe/www/athydist.htm
Reynsla
Similar is the Lady-fern (Athyrium filix-femina) - see next.
Útbreiðsla
Nokkuð algeng á Norðvesturlandi og á andnesjunum beggja vegna Eyjafjarðar, annars fremur sjaldséðÖnnur náttúrleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, N Ameríka, Grænland