Avenula pubescens

Ættkvísl
Avenula
Nafn
pubescens
Íslenskt nafn
Dúnhafri
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Avenastrum pubescens (Huds.) Opiz Avenochloa pubescens (Huds.) Holub.; Helictotrichon pubescens (Huds.) Pilg., Feddes Repert. 45 : 6 (1938)
Lífsform
Fjölært gras
Kjörlendi
Fremur rakt graslendi.
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.3 - 0.8m
Vaxtarlag
Fjölær, hávaxin, þýfð grastegund, ekki ýkjagömul hérlendis. Stuttar neðanjarðarrenglur. Jarðstönglar stuttir. Punturinn uppréttur, um 30-80 sm á hæð. Stráin með 2-3 liðum.
Lýsing

Lauf flest við grunn. Laufslíður loðin. Lauf 4-30 sm á lengd og 2-6 mm á breidd. Æðar lítt áberandi og eins má þess geta að lauf eru dúnhærð á efra borði. Blómskipan í lensulaga eða aflöngum, opnum punti, sem er 10-18 sm á lengd og 2-6 sm á breidd. Smáöxin á punti dúnhafrans hafa langar, oft knébeygðar títur.

Heimildir
9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2002 onwards). World Grass Species: Descriptions, Identification, and Information Retrieval. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 22 Mars 2007]
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur. Fyrst getið við Höfða í Höfðahverfi þar sem Helgi Jónasson frá Gvendarstöðum fann hann á fyrri hluta síðustu aldar. Síðar hefur hann fundist víðar, einkum er hann að verða útbreiddur á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, N Ameríka