Barbarea stricta

Ættkvísl
Barbarea
Nafn
stricta
Íslenskt nafn
Hlíðableikja
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Barbarea vulgaris Ait. f. in USDA
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Slæðingur við bæi, í garðlöndum og sáðsléttum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.25-0.5 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir, greinóttir ofan til, gáróttir, hárlausir og með stakstæðum blöðum, 25-50 sm á hæð.
Lýsing
Neðri blöðin og stofnblöðin stilkuð, fjöðruð, með stóru, nær kringlóttu endasmáblaði og einu til þrem pörum af litlum hliðarsmáblöðum. Efri stöngulblöðin stilklaus, gróftennt eða sepótt. Blómin fjórdeild, mörg saman í klösum út úr blaðöxlunum. Krónublöðin gul, 4-7 mm löng. Bikarblöðin helmingi styttri, grænleit, himnurend og snubbótt. Fræflar 6 og ein fræva. Aldin uppstæður, grannur skálpur, 15-25 mm á lengd, ferstrendur með tæplega 3 mm langri trjónu. Blómgast í júlí.
Heimildir
9, HKr.
Útbreiðsla
Fremur sjaldséður slæðingur sem hefur breiðst út allvíða og ílenst á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði síðan 1969.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Afríka, Asía, N Ameríka, Evrópa