Bartsia alpina

Ættkvísl
Bartsia
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Lokasjóðsbróðir, (smjörgras, óeirðargras, hanatoppur)
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í klettum, grónum bollum, blómlendi og giljum.
Blómalitur
Dökkfjólublár-blár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.25 m
Vaxtarlag
Yfirleitt nokkrir stönglar á sama jarðstöngli. Stönglar hærðir, uppréttir og ógreindir. Plantan er öll meira eða minna blákorguð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, stilklaus eða nær stilklaus, loðin, egglaga, reglulega tennt með snubbóttum tönnum. Efstu blöðin eru oft dökkfjólublá. Blómin dökkfjólublá eða blá, einsamhverf, um 1,5-2 sm á lengd og sitja í öxlum efstu lautblaðanna. Krónupípan dökkfjólublá, bogin, kirtilhærð. Bikarinn klofinn niður til miðs, dökkur, 5-7 mm á lengd, bjöllulaga, fimmtenntur. Fræflarnir fjórir, álíka langir og krónan. Frævan með aðlægum, uppréttum hárum. Aldinið um 1 sm á lengd og 0,5 sm á breidd, egglaga, odddregið og klofnar í tvennt við þroskun. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
9
Reynsla
?Plantan sortnar við þurrkun og þess vegna valdi Linné heitið Bartsia á þessa tegund, þá er hann frétti lát gamals vinar frá Hollandsárum sínum, J. Bartsch. Hanatoppur, óeirðargras og lokasjóðsbróðir eru önnur nöfn á tegundinni.? (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng upp til fjalla um land allt.