Batrachium eradicatum

Ættkvísl
Batrachium
Nafn
eradicatum
Íslenskt nafn
Lónasóley
Ætt
Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
Samheiti
Batrachium divaricatum (Schrank) Wimm. Batrachium kauffmannii (Clerc) V.I.Krecz. Batrachium penicillatum Dumort. Ranunculus divaricatus Schrank Ranunculus kauffmannii Clerc Ranunculus penicillatus (Dumort.) Bab. Ranunculus pseudofluitans (Syme) Newbould ex Baker & Foggitt Ranunculus trichophyllus Chaix
Lífsform
Fjölær vatnajurt
Kjörlendi
Vex í grunnum pollum, tjörnum og síkjum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Fíngerð vatnajurt með örgranna, kaflæga stöngla en blómin fljóta á vatninu. Öll jurtin hárlaus nema frævurnar og blaðfóturinn. Stönglar 10-40 sm að lengd.
Lýsing
Þráðfjöðruð, stakstæð, marggreind tálknblöð. Smáblöðin hárfínir flipar, sem eru svo linir, að þeir leggjast saman þegar plantan er tekin upp úr vatninu. Flipar 1-2,5 sm á lengd. Blöð slíðruð með himnukenndu slíðri. Blómin flotlæg, að mestu hvít, en gul neðst að innanverðu, 8-12 mm í þvermál. Krónublöðin fimm, 7-8 mm á lengd. Bikarblöðin 3-4 mm. Fræflar mismargir, yfirleitt 4-10. Frævur 10-20, með einum stíl hver. Blómgast í júlí-ágúst. Er einnig nefnd vatnasóley.Lónasóley er ásamt þráðnykru einn fyrsti landneminn í nýjum pollum og síkjum. Oft eru þær einu vatnajurtirnar sem finnast í pollum á jökulruðningum inni á hálendinu.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðgreind á hvítum fljótandi blómum og fíngerðum, marggreindum tálknblöðum.Í mörgum heimildum sem Ranunculus trichophyllus Chaix, og er það nafn enn löggilt í USDA gagnagrunninum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Himalaya, N Ameríka.