Beckwithia glacialis

Ættkvísl
Beckwithia
Nafn
glacialis
Íslenskt nafn
Jöklasóley
Ætt
Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
Samheiti
Basionym: Ranunculus glacialis L.Synonym(s): Oxygraphis gelida (Hoffmanns.) O.SchwarzOxygraphis vulgaris FreynRanunculus gelidus Hoffmanns.Ranunculus glacialis L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í grjótskriðum, grýttum melum og klettum.
Blómalitur
Hvítur í fyrstu síðan dumrauð-dökkfjólublá
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.06-0.15 m
Vaxtarlag
Jurt, lágvaxin og safamikil. Stönglar skástæðri eða uppréttir, yfirleitt einblóma, 6-15 sm.
Lýsing
Blöðin stilklöng, þykk, blágræn, handflipótt eða handskipt, hárlaus og gljáandi. Bleðlar sepóttir eða flipóttir og snubbóttir. Blómin oftast stök á stöngulendanum, 2-2,5 sm í þvermál. Krónan fimmdeild, lausblaða, gjarnan ofkrýnd. Krónublöðin í fyrstu hvít, en verða síðan síðan rósrauð og að lokum dumbrauð-dökkfjólublá. Bikarblöðin snubbótt, þétthærð móbrúnum hárum. Fjölmargir gulir fræflar og margar frævur. Blómgast í júní-júlí. Jöklasóley er með fallegri háfjallajurtum og finnst í allt að 1600 m hæð. Hún vex þó einnig neðar og gjarnan í grjótskriðum og einnig hefur hún fundist á malareyrum á láglendi. Heldur sig aðallega í hinum fornu blágrýtisfjöllum en sjaldséð á móbergssvæðum. Hæsti fundarstaður hennar er í Kerlingu við Eyjafjörð í 1535 m hæð yfir sjó. Suður í Alpafjöllum hefur fundist í 4275 m hæð yfir sjó og er það hæsti vaxtarstaður blómplöntu sem vitað er um. Í eldri heimildum (flestum norrænum Flórum) og enn víðar sem Ranunculus glacialis L.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Aðallega hátt fjalla norðan og austanlands, á blágrýtissvæðum landsins og þar allvíða ofan við 6-700 m. Sjaldséð á láglendi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: