Bellis perennis

Ættkvísl
Bellis
Nafn
perennis
Íslenskt nafn
Fagurfífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Hlýr og bjartur staður. Vex sem slæðingur á stöku stað hérlendis.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.15 m
Vaxtarlag
Lágvaxið körfublóm. Körfur minna á baldursbrá en eru mun minni. Léttskriðulir neðanjarðarstönglar, greinóttir stönglar.
Lýsing

Blöðin sígræn, öfugegglaga eða spaðalaga, tennt og mjókka niður að stilknum, 2-5 sm að lengd, flest við grunn. Körfurnar 2-3 sm í þvermál. Gular pípukrónur eru í miðju körfunnar, en hvít eða ofurlítið bleikleit jaðarblóm umhverfis. Fagurfífillinn vex villtur víða í nágrannalöndum okkar. Hérlendis eru ýmis yrki fagurfífils ræktuð sem sumarblóm og nær hann oft að halda sér við á sama stað í nokkur ár.

Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Landnemi á stöku stað í grasflötum, t.d. í lóðum í miðbæ Siglufjarðar, og einnig á Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði, svo og á fáeinum stöðum á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Akureyri. (H.Kr.)Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: M og N Evrópa, V Asía, ílendur í N Ameríku og þar talinn til illgresistegunda.