Botrychium boreale

Ættkvísl
Botrychium
Nafn
boreale
Íslenskt nafn
Mánajurt (mánagras)
Ætt
Ophioglossaceae (Naðurtunguætt)
Samheiti
Botrychium crassinervium var. obtusilobum Rupr.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í graslendi, grasmóum og grasivöxnum börðum til fjalla. Sjaldgæf, heldur algengari norðanlands en sunnan.
Blómgunartími
Gróbær í júlí-sept.
Hæð
0.06 - 0.15 m
Vaxtarlag
Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem greinist ofan til í tvo hluta, laufblaðkenndan hluta með fjaðurskiptri blöðku og gróbæran hluta með klasa af gróhirslum.
Lýsing
Blaðkan með skertum smáblöðum og greinilegum miðstreng, 2-5 sm á lengd. Blaðfliparnir nærri tígullaga og snubbóttir. Neðstu blöðkur um 1-1,5 sm á lengd og álíka breiðar. Grólausi blaðhlutinn gulgrænn, uppréttur og þríhyrndur. Gróbæri blaðhlutinn leggstuttur, 3-5 sm á hæð. Gróhirslurnar hnöttóttar, um 1 mm í þvermál, opnast með rifu þvert ofan í kollinn. Gróbær í júlí-sept.LÍK/LÍKAR: Lensutungljurt. Lensutungljurtin þekkist best frá mánajurt á lengri og reglulega fjaðursepóttum smáblöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233500273;http://www.bio.net/bionet/mm/plantbio/1998-September/018460.html
Útbreiðsla
Sjaldgæft, algengari þó á norðurlandi. Fundin á víð og dreif um norðurhelming landsins suður að Arnarfellsbrekku við Hofsjökul.Native elsewhere: N Ameríka, Evrópa, Asía