Cakile maritima

Ættkvísl
Cakile
Nafn
maritima
Ssp./var
ssp. islandica
Höfundur undirteg.
(Goud.) Hyl. ex Elven
Íslenskt nafn
Fjörukál
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Cakile arctica Pobed.Cakile edentula auct.Cakile edentula subsp. islandica auct.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex eingöngu við sjó á breiðu belti ofan við flæðarmál í fjörusandi og á sjávarkömbum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Einær blágræn jurt í fjörum, safamikil og hárlaus. Stönglar og greinar eru ýmist jarðlægar eða uppsveigðar. hæð 10-40 sm. Undir Cakile arctica Pobed. í mörgum heimildum. Cakile maritima ssp. islandica ekki í IOPI.
Lýsing
Laufblöðin stilkuð, sepótt eða flipótt, lensulaga eða egglensulaga, kjötkennd, oft 3-8 sm á lengd.Blómin fjórdeild, krónublöðin eru ljósblá, ljósfjólublá eða hvít og standa í klösum á stöngulendunum, 1,2-1,7 mm í þvermál. Krónublöðin, 7-10 mm á lengd, snubbótt og naglmjó. Bikarblöðin um 3 mm á lengd, sporbaugótt eða egglaga, gulleit með glærum himnufaldi. Fræflar sex og ein löng og mjó fræva. Fullþroskuð aldin eru 1,5-2 sm á lengd og 4-5 mm á breidd, stilkuð, með þverskoru neðan við miðju. Fræin fljóta og berast með sjónum á nýjar sandfjörur. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Skriðnablóm. Fjörukálið má greina á hárlausum blöðum og á heimkynnum sínum.
Heimildir
1,2,9
Reynsla
“Einær jurt sem sáir sér út á hverju ári, og getur því flust nokkuð til meðfram ströndinni frá ári til árs. Það er vel ætilegt, og með meira kálbragði en nokkur önnur íslensk villijurt.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Víða um sunnan og vestanvert landið. Algengt með ströndum frá Hornafirði vestur og norður í Dýrafjörð. Sjaldgæft annars staðar.Önnur náttúrleg útbreiðsla: Víða um norðurhvel jarðar, t.d. í N Evrópu, N Ameríku og Rússlandi