Calamagrostis neglecta

Ættkvísl
Calamagrostis
Nafn
neglecta
Ssp./var
ssp. neglecta
Íslenskt nafn
Hálmgresi
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Calamagrostis stricta (Timm) Koeler; Deyeuxia neglecta var. gracilis Scribn., Bot. Gaz. 11: 175. 1886. Calamagrostis laxiflora Kearney, U.S. Dept. Agric., Div. Agrost. Bull. 11: 34. 1898. Not C. laxiflora Phil., 1896. (cited incorrectly by Kearney as Calamagrostis neglecta var. gracilis). Calamagrostis lucida Scribn., U.S. Dept. Agric., Div. Agrost. Circ. 30: 8. 1901. Type: U.S.A.Wyoming: Yellowstone Park, East Fork, meadows, Aug. 1885, Tweedy 582. (Holotype: US; Isotype: GH). Deyeuxia neglecta var. brevifolia Vasey in Macoun, Cat. Can. Pl. 4: 206. 1888. Type: Canada. Yukon: near margin of Pelly Banks, 61°45'N, 31 July 1887, Dawson 96. (Holotype: CAN. Fragment at US! from Canada). Calamagrostis neglecta var. wrightii Kearney, U.S. Dept. Agric., Div. Agrost. Bull. 11: 36. 1898. Type: U.S.S.R. Arakamehetchene Island, Bering Strait, 1853?1856, C. Wright s.n. (Holotype US. Isotype GH.) Calamagrostis neglecta var. micrantha (Kearney) Stebbins, Rhodora 32: 55. 1930. Calamagrostis micrantha Kearney, U.S. Dept. Agric. Div. Agrost. Bull. 11: 36. 1898. Canada. Saskatchewan: muskeg north of Prince Albert, Macoun, H.G.S.C. 13111. (Holotype US. Isotypeastern Canada). Calamagrostis micrantha var. sierrae Jones, contrib. West. Bot. 14: 9. 1912.
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í ýmsu votlendi, hálfdeigjum, mýrum, flóum og á sendnum ár- og vatnsbökkum.
Blómalitur
Punturinn í fyrstu bleikmóleitur en síðar blámóleitur
Blómgunartími
Júní - júlí
Hæð
0.20 - 0.60 m
Vaxtarlag
Myndar yfirleitt fremur gisnar breiður. Stráin stinn, mjúk eða örlítið snörp ofantil, upprétt og beinvaxin, 20-60 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjög snörp á efra borði og með stuttri slíðurhimnu. Stöngulblöðin flöt, 2-4 mm á breidd en blaðsprotablöðin mjórri eða um 1-2 mm á breidd.Punturinn fremur fíngerður, ætíð þéttur, stuttgreinóttur og líkist axpunti, ljósrauður eða bleikmóleitur í fyrstu og verður blámóleitur, 3-18 sm á lengd. Smáöxin einblóma, greinilega hliðflöt. Axagnir yddar, 3-4 mm á lengd. Blómagnir mislangar, með löngum hvítum hárum við grunninn, sú neðri með baktýtu sem nær varla upp fyrir ögnina. Slíðurhimna allt að 2 mm löng við efstu slíður, örstutt eða engin við þau neðstu. Blómgast í júní-júlí. 2n = 28, 40, and 42.LÍK/LÍKAR: Skriðlíngresi. Hálmgresið er með ljósari punt og lengri og mjórri blaðsprotablöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/pocast.htm
Reynsla
Í mörgum heimildum undir Calamagrostis stricta (Timm) Koeler. ?Í Kelduhverfi er tegundin nefnd liðna og er það vafalaust gamalt alþýðunafn.?
Útbreiðsla
Mjög algengt um allt land í deiglendi og mýrum, ekki síst á hálendinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf; Grænland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía