Callitriche hamulata

Ættkvísl
Callitriche
Nafn
hamulata
Íslenskt nafn
Síkjabrúða (Síkjastjarna)
Ætt
Callitrichaceaev (Vatnsbrúðuætt)
Samheiti
Callitriche palustris subsp. hamulata (Koch) Schinz & Thell. in Schinz & R. KellerCallitriche brutia subsp. hamulata (Kütz. ex W.D.J.Koch) O.Bolòs & Vigo
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í lygnum pollum, lækjum og tjörnum, oft alveg á kafi.
Blómgunartími
Júní-ág.
Hæð
0.15-0.50 m
Vaxtarlag
Smágerð jurt sem vex í vatni eða í mjög rökum jarðvegi við vatn. Í vatni er hún meira eða minna kaflæg og stundum alveg í straumvatni. Stönglar þráðmjóir, 15-50 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin eru af tveim gerðum. Kafblöðin gagnstæð, striklaga og örmjó, 1-2,5 sm löng, 0,3-0,5 mm á breidd, með tvær hárfínar klólaga tennur í endann. Flotblöðin 5-8 mm löng, frambreið, spaðalaga eða öfugegglaga, snubbótt og mynda hvirfingar á greinendunum.Blómin stök í blaðöxlunum, blómhlífarlaus (enginn bikar né króna). Sambýli, karlblóm með einum fræfli og kvenblóm með einni frævu. Aldinið svargrænt, nær kringlótt, um 1,5 mm í þvermál. Blómgast í júní-júlí. 2n = 38LÍK/LÍKAR: Vorbrúða. Síkjabrúða auðþekkt á klónni á enda kafblaða.
Heimildir
1,3,9
Útbreiðsla
Algeng um land allt að undanskildu hálendinu norðan og sunnan jökla.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, N Evrópa, Ástralía