Callitriche hermaphroditica

Ættkvísl
Callitriche
Nafn
hermaphroditica
Íslenskt nafn
Haustbrúða (Hauststjarna)
Ætt
Callitrichaceae (Vatnsbrúðuætt)
Samheiti
Callitriche autumnalis L.Callitriche autumnalis L. subsp. autumnalis
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í vötnum, tjörnum og smálækjum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Smágerð, fínleg jurt sem vex í grunnu vatni, meira eða minna kaflæg, með þéttblöðóttum stöngli og án flotlægra blaðhvirfinga. Vex alla jafna alveg á kafi í vatni, í tjarnabotnum eða laugavætlum og er því fremur auðþekkt frá hinum vatnsbrúðunum, 5-10 sm á lengd. Grannir, ljósbrúnir jarðstönglar.
Lýsing
Blöðin dökkgræn og gljáandi, krossgagnstæð, fremur stutt (5-10 mm), sýld eða buguð í endann og breiðfætt, engin flothvirfingarblöð.Blómin óásjáleg, grænleit, einkynja og enginn bikar né króna. Sambýli, karlblóm með einum fræfli og kvenblóm með einni frævu og tveim frænum. Aldin stór, breið og þunn, 2 við hverja blaðsamstæðu. Blómgast í júní-júlí.Lík/líkar: Engar
Heimildir
3, 9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf vatnajurt sem vex á kafi í vatni, fundin á fáum stöðum, dreifðum um landið en er þó nokkuð algeng í vatnakerfi Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, N Evrópa, Kína