Callitriche palustris

Ættkvísl
Callitriche
Nafn
palustris
Íslenskt nafn
Vorbrúða (Vorstjarna).
Ætt
Callitrichaceae (Vatnsbrúðuætt)
Samheiti
Callitriche aquatica HudsonCallitriche verna L.Callitriche vernalis KochCallitriche palustris subsp. verna (L.) Schinz & Thell. in Schinz & R. Keller
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í leirefju í eða við tjarnir, vötn, polla eða læki, ýmist á kafi eða ekki.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.30 m
Vaxtarlag
Smágerð jurt sem vex í vatni eða í mjög rökum jarðvegi við vatn. Í vatni er hún meira eða minna kaflæg. Stönglar þráðmjóir, 10-30 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, mjófætt, heil, axlablaðalaus, efstu blöðin (yfir vatnsborði) frambreið og snubbótt og svo þéttstæð á stöngulendum að þau virðast kransstæð. Forblöðin sigðlaga, langæ. Kafblöðin snubbótt, striklaga, 7-10 mm á lengd og 0,5-1 mm á breidd. Blómin lítil og óásjáleg, stök í blaðöxlunum, einkynja og blómhlífarlaus. Karlblómin aðeins með einum fræfli. Kvenblómin með einni frævu og tveim frænum. Ferkleyft klofaldinið móleitt, öfugegglaga eða öfughjartalaga, örlítið ílangt. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Síkjabrúða & laugabrúða. Síkjabrúða er með kló á enda kafblaða. Flothvirfingablöð laugabrúðu eru mun breið- & kringluleitari og með 3 áberandi æðstrengjum.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Nokkuð algeng á láglendi um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf; Evrópa, N Ameríka, Asía