Caltha palustris

Ættkvísl
Caltha
Nafn
palustris
Íslenskt nafn
Hófsóley
Ætt
Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
Samheiti
Caltha cornuta Schott, Nyman & KotschyCaltha laeta Schott, Nyman & KotschyCaltha longirostris G. BeckCaltha minor MillerCaltha polypetala Hochst. ex Lorent
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í votlendi, við dý, í brautarskurðum og meðfram ám, lækjum og síkjum.
Blómalitur
Fagurgulur
Blómgunartími
Maí-júní og fram eftir sumri
Hæð
0.15-0.35 m
Vaxtarlag
Stönglar eru safaríkir, uppsveigðir eða nær uppréttir, kvíslgreindir ofan til, blöðóttir og með endastæðum blómum, yfirleitt 15-35 sm á hæð en mun hærri við bestu skilyrði. Blómleggir langir og gáraðir. Jurtin öll hárlaus.
Lýsing
Blöðin eru stór, gulgræn, nýr-eða hjartlaga, neðstu blöðin mjög stilklöng en þau efstu nær stilklaus eða alveg stilklaus. Blaðkan 3-8 sm í þvermál, hóflaga, bogtennt. Blöð við grunn alltaf stærri og stilklengri en stöngulblöðin.Blómin fimmdeild, einföld, fagurgul, fremur stór, oftast 3-4 sm í þvermál á löngum blómleggjum. Fræflar fjölmargir með gulum-appelsínugulum frjóhnöppum. 5-10 kransstæðar frævur í miðju blóminu. Belghýðin aflöng, 7-8 mm á lengd, hvert með ofurlítilli trjónu og nokkrum fræjum. Blómgast í maí-júní. Hófsóley er kærkominn vorboði og telst með fegurstu skrautjurtum landsins. LÍK/LÍKAR: Auðgreind frá öðrum sóleyjum á hóflaga-hjartalaga blöðum, einfaldri blómhlíf og fleiri en einu fræi í aldini.
Heimildir
1,2,3,9 HKr,http://www.liberherbarum.com/Minor/IS/Pn0349.HTM
Reynsla
”Alþekkt tegund og ber mörg nöfn. Eru sum dregin af hóflögun blaða (hófgresi, hófblaðka), önnur af vaxtarstað (dýjasóley, lækjasóley, fitjasóley) og enn önnur af sóleyjum, sem hún líkist. Nafnið kúablóm kann að vera af því dregið, að kúm skal hleypa út þegar hún byrjar að blómgast. Fersk blöð eru sögð hreinsa og græða sár. Blómhnapparnir þykja góðir til átu og einnig gefa þeir gulan lit séu þeir soðnir í vatni með álúni.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Mjög algeng á láglendi um land allt en finnst ekki á hálendinu nema á stöku stað.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Norðurhvel og tempraða beltið nyrðra, Evrópa, Asía og N Ameríka