Campanula rotundifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
rotundifolia
Íslenskt nafn
Bláklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Samheiti
Campanula racemosa (Krasan) Witasek Campanula rotundifolia subsp. rotundifolia Campanula rotundifolia subsp. rotundifolia Campanula carnica var. racemosa Krasan Campanula rotundifolia var. linearifolia (Dumort.) Hayek Campanula alaskana (A. Gray) W. Wight ex J.P. Anders. Campanula dubia A. DC. Campanula heterodoxa Bong. Campanula intercedens Witasek Campanula petiolata A. DC.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í margs konar gróðurfélögum, einkum þar sem sólar nýtur t.d. í móum, grasbölum, brekkum en finnst einnig í skóglendi.
Blómalitur
Purpurablár (stundum hvít)
Blómgunartími
Júlí-ág.(sept.)
Hæð
0.15-0.40 m
Vaxtarlag
Yfirleitt vaxa nokkrir grannir, uppsveigðir stönglar upp af jarðstöngli, sem endar í blómfáum klösum. Stönglar blöðóttir, einkum neðan til, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin hárlaus, stofnblöðin stilklöng með hjartalaga, nýrlaga eða nær kringlótta blöðku, ýmist gróftennt eða nærri heilrend. Ofar verða blöðin oddbaugótt, síðan lensulaga eða striklaga, þau efstu heilrend. Blómin eru oftast eitt til tvö á stöngli, en stundum fleiri. Krónan klukkulaga, 2-3 sm á lengd, með 5 odddregnum sepum að framan. Bikarinn hárlaus, klofinn 2/3 niður, bikarfliparnir striklaga, um eða tæpur sm á lengd. Fræflar fimm. Ein fræva með þrjú fræni. Krónublöðin eru samvaxin. Krónan lútir eftir því sem hún þroskast og ver þannig fræfla og frævu gegn regni. Oft nær aðeins toppblómið að þroskast. Frjóhnapparnir mynda lokaða pípu umhverfis frævu, og þroskast á undan henni. Þegar frævan vex upp síðar, þrengir hún sér sem kólfur upp gegnum fræflarörið og þrýstir frjókornunum úr frjóhnöppunum. Skordýr, sem snerta óþroskaða frævu, atast frjókornum og bera þau í önnur blóm, þar sem frævur eru fullþroskaðar. Blómgast í júlí-ágúst. Hvítt afbrigði á stöku stað, t.d. á suðurlandi í Suðursveit (sbr. myndir).Lík/líkar: Fjallabláklukka er nokkuð áþekk en þó auðþekkt frá bláklukku þar sem hún er mun minni, með hærðan bikar og kringlóttu stofnblöðin vantar auk þess sem hún vex yfirleitt mun hærra til fjalla.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
?Rætur eru ætar og fremur sætar á bragðið. Hefur verið notuð til litunar. Fingurbjörg er gamalt íslenskt nafn á tegundinni?. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng á Austurlandi frá Þistilfirði suður á Síðu. Annars staðar aðeins sem slæðingur á smáblettum. Hefur dreifst víða með plöntum frá Hallormsstað. Hún er mest á láglendi, en fer þó einnig allhátt upp eftir fjöllum, finnst stundum uppi í 500 m hæð eða hærra (hæstu fundarstaðir hennar eru Teitutindur í Mjóafirði 1000 m, Herfell í Loðmundarfirði 900 m, og í suðurhlíðum Háaxlareggja í Stöðvarfirði í 850 m hæð (Hjörleifur Guttormsson)). (H.Kr.)Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Pólhverf; N Ameríka, Kanada, Evrópa, Asía