Capsella heegeri SolmsRodschiedia bursa-pastoris (L.) P. Gaertn., B. Mey. & Scherb.
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex við hús og bæi, er víða í görðum og garðlöndum, einkum þeim sem aflögð eru og hann er oft mjög áberandi í gömlum haugstæðum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-sept.
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Einær jurt. Stönglar oft margir af sömu rót, uppréttir eða uppsveigðir, blöðóttir, hárlausir eða lítið eitt hærðir, greindir eða ógreindir, 10-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin flest í stofnhvirfingu við grunn, aflöng, stilkuð. Þau eru mjög breytileg að stærð og lögun, ýmist fjaðurflipótt, fjaðursepótt eða heilrend. Stöngulblöðin stakstæð, tennt eða nær heilrend, fjaðursepótt og mjókka að stilk, greipfætt með örfjöðruðum grunni.Blómin fjórdeild, hvít í blómfáum klösum á stöngulendunum, hvert blóm 2-3 mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga, naglmjó. Bikarblöðin ljósmóleit eða fjólublá, tungulaga og himnurend, styttri en krónublöðin. Fræflar 6 og ein fræva með stuttum stíl. Skálpar útstæðir, öfughjartalaga eða þríhyrndir, um 5-7 mm á lengd og breidd, á leggjum sem er tvöföld eða þreföld skálplengdin. Blómgast í maí-sept. Lík/líkar: Akursjóður (Thlaspi arvense) er sjaldgæfur slæðingur sem minnir nokkuð á hjartarfa enda náskyldur honum, en aldinin eru miklu stærri (1-1,5 sm), kringlótt, með skoru í toppinn.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Mörg nöfn eru til komin vegna lögunar skálpsins, svo sem smalapungur, pungurt, hirðistaska, prestapungur og töskugras. Í gömlum lækningabókum er hans víða getið. Hann er sagður blóðstillandi og stöðva blóðnasir og tíðablæðingar. Einnig var hann notaður til að stöðva blæðingar eftir fæðingar og reyndist vel. Nöfnin blóðarfi, blóðgras og blóðjurt benda til þess að hann hafi verið notaður til þeirra hluta hér á landi. Seyði af jurtinni skal drekka kalt”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur í byggð um allt land, einkum við gripahús, í matjurtarækt og annars staðar þar sem búfjáráburður er notaður.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía og er ílend mjög víða í tempraða beltinu.