Cardamine hirsuta

Ættkvísl
Cardamine
Nafn
hirsuta
Íslenskt nafn
Lambaklukka
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Cardamine multicaulis HoppeCardamine umbrosa DC., non Lej.
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í deiglendi, oft í flögum og röskuðum svæðum og víða sem slæðingur í beðum og kartöflugörðum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Stönglar yfirleitt margir, uppréttir eða uppsveigðir, ógreindir eða greindir ofan til, yfirleitt blaðfáir og hærðir, 5-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin flest í stofnhvirfingum, fjaðurskipt, stilkuð, yfirleitt bugtennt, endasmáblaðið stærst, kringlótt eða nýrlaga, 5-8 mm í þvermál, hliðarsmáblöðin minni, kringlótt eða tígullaga. Stöngulblöðin aflöng eða öfugegglaga. Öll blöð ýmist gishærð eða því sem næst hárlaus.Blómin fjórdeild, hvít í klasa á stöngulendunum. Krónublöðin spaðalaga, 2-3 mm á lengd. Bikarblöðin bleikleit 1-1,5 mm á lengd. Fræflar 6 og ein fræva sem verður við þroska að um 1,5-2 sm löngum, og 1 mm breiðum, uppréttum skálp. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Hrafnaklukka. Blaðhvirfingarnar áþekkar en auðvelt að greina þær sundur í blóma.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Hefur lík áhrif og hrafnaklukka.”
Útbreiðsla
Algeng á láglendi frá Borgarfirði vestra austur í Öræfi, annars staðar sjaldgæf. Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Mjög víða á norðurhveli, í N Ameríka og um alla Evrópu utan heimskautasvæða og N Rússlands.