Carex atrata

Ættkvísl
Carex
Nafn
atrata
Íslenskt nafn
Sótstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex atratiformis Britt. in USDA
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í móum og óræktarvalllendi, gróðursælum giljabollum og klettasyllum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.2-0.5 m
Vaxtarlag
Grasleitur fjölæringur, aðeins þýfður. Grófur, dökkbrúnn jarðstöngull með sléttum, álútum, skarpþrístrendum stráum sem eru sterkleg neðan til, en grönn og lítið eitt lotin efst, 20-50 sm á hæð.
Lýsing
Blaðsprotar kröftugir. Blöðin græn eða mógræn, þykk, 4-6 mm á breidd, langydd og oddmjó, flöt, með aðeins niðurorpnum röndum. Öxin fremur stuttleggjuð, oftast fjögur til fimm saman, lítið eitt slútandi. Karlblómin öll neðst í efsta axinu. Axhlífarnar svartar eða sótrauðar yddar, álíka langar og hulstrið. Hulstrin græn um 4 mm á lengd, með mjög stuttri trjónu. Frænin þrjú. Blómgast í júní-júlí. 2n = 54.LÍK/LÍKAR: Fjallastör & stinnastör. Stinnastör með hefur sviplík kvenöx og blöð en með hreint karlax á stráendanum. Fjallastör þekkist frá sótstör á leggstyttri öxum og mjórri blöðum og toppur ekki sveigður eða lútandi. “Svartfjólublár litur á vindfrævuðum blómum er nokkuð algengur meðal norrænna tegunda. Í axhlífum sótstarar er dökkrautt litarefni (antocyanin) sem drekkur í sig vissar ljósbylgjur og verndar laufgrænuna í frumum gegn of mikilli sólgeislun”. (Ág.H.)
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357060
Útbreiðsla
Alg. um land allt en venjulega lítið af henni á hverjum stað, sjaldgæf á miðhálendinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grænland, Evrópa og Asía.