Carex bicolor

Ættkvísl
Carex
Nafn
bicolor
Íslenskt nafn
Hvítstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á sendnum ár- og lækjabökkum og í hálfgrónum flögum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.25 m
Vaxtarlag
Lítil og mjúk jurt, sem vex í smátoppum. Stráin grönn og lotin, oft alveg jarðlæg við aldinþroska, 10-25 sm á lengd.
Lýsing
Blöðin flöt, blágræn og stráin mjúk og bogin, svo að samaxið liggur að lokum á jörðunni, 1,5-2,5 mm á breidd, flöt eða ofurlítið kjöluð oft með niðurbeygðum jöðrum. Yfirleitt tvö til þrjú bústin öx saman á stráendum. Toppaxið oftast aðeins með nokkrum karlblómum neðst. Axhlífar snubbóttar, stuttar, dökkbrúnar með grænleitri miðtaug. Hulstrið lengra en axhlífarnar, egglaga eða öfugegglaga, bláhvítt, um 2,5 mm langt, trjónulaust með hrjúfu yfirborði. Tvö fræni. Blómgast í júní-júlí. 2n = ca. 52.LÍK/LÍKAR: Rauðstör. Hvítstörin þekkist á ljósari hulstrum og lengri, jarðlægum stráum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357076
Útbreiðsla
Víða á norðurlandi og miðhálendinu en sjaldgæf í öðrum landshlutum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa og Asía.