Carex bigelowii

Ættkvísl
Carex
Nafn
bigelowii
Ssp./var
ssp. rigida
Höfundur undirteg.
W. Schulze-Motel., Willdenowia
Íslenskt nafn
Stinnastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex fyllae HolmCarex rigida Good.Carex saxatilis SchkuhrCarex bigelowii subsp. nardeticola Holub
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í þurrlendi, í móum og stundum í votlendi, einkum til fjalla.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.1 - 0.5 m
Vaxtarlag
Lágvaxin og þétt með skriðula jarðstöngla. Ýmist þýfðar eða ekki. Sterkur skriðull jarðstöngull. Jarðstönglar grófir með gljáandi, með dökkrauðbrúnum slíðrum og mörgum, bogsveigðum, sterkum renglum. Stráin beinvaxin, stinn og hörð, slétt, hvassþrístrend, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ljósgræn eða gulgræn, 2,5-4,5 mm á breidd, stinn, sveigð aftur og flöt með niðurorpnum röðum. Stoðblaðið með svörtum eyrum, og nær tæpast upp að karlaxinu, slíður stoðblaðsins örstutt, oftast svart.Allbreytileg tegund, yfirleitt með einu karlaxi í toppinn og tveim, sjaldnar þrem uppréttum, legglausum kvenöxum. Axhlífarnar stuttar, svartar eða mósvartar, snubbóttar, sjaldnar yddar, oft nær kringlóttar með mjórri, ljósri miðtaug. Hulstur græn eða nær svört, trjónulaus eða stutttrýnd, gljáalaus. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Mýrastör. Stinnastör er með þéttstæðari og færri kvenöx, niðurbeygðar blaðrendur og sterklegar, bogsveigðar renglur, dekkri hulstur og slíður stoðblaðs er svart. “Mörgum reynist erfitt að greina á milli mýrastarar og stinnastarar. Blöð mýrastarar eru um 2 mm á breidd og við þurrkun verpast rendur þeirra upp, vex oft í þéttum þúfum. Aftur á móti eru blöð stinnastarar 3-5 mm á breidd og rendur þeirra verpast niður við þurrkun”. (Ág.H.)
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357077
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt, frá láglendi og upp til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf (N Ameríka, Evrópa, Asía)