Carex capillaris

Ættkvísl
Carex
Nafn
capillaris
Íslenskt nafn
Hárleggjastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex chlorostachys Steven; C. fuscidula V. I. Kreczetovicz ex T. V. Egorova
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í graslendi, móum og hálfdeigjum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.25 m (-0,40) m
Vaxtarlag
Dálítið breytileg í náttúrunni, mismunandi eftir vaxtarskilyrðum. Grönn, fíngenð, slétt strá í þúfum. Stráin sljóstrend, gárótt, 8-25 sm á hæð, en stundum hærri.
Lýsing
Blöðin öll stofnstæð, ljósgræn, stutt, flöt, 2–7 sm á lengd og (0.75–) 1–3 mm á breidd neðan til, þrístrend í endann.Eitt ljóst upprétt karlax og tvö eða þrjú kvenöx, 7-15 mm löng og 3-4 mm breið, hangandi á hárfínum, löngum leggjum. Axhlífarnar snubbóttar, himnukenndar, hvítgrænar og lítið eitt móleitar á miðjunni, með hvítleitum, himnukenndum, slitróttum jöðrum, skammæjar. Hulstrið, gljáandi, ljósbrúnt eða grænleitt, 3-3,5 mm á lengd með 0,7 mm langri trjónu. Þrjú fræni. Hnot (aldin) öfugegglaga, 1.2–1.7 × 0.7–1 mm. Blómgast í júní. 2n = 54.LÍK/LÍKAR: Toppastör. Lík, með kvenblóm ofan til í endaaxinu og karlblóm neðst, kvenöxin eru brúnni og uppréttari og dreifast með lengra millibili á stöngulinn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357103
Útbreiðsla
Algeng um land allt, aðeins síður algeng á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, Kanada, Nýfundnaland, Labrador, Alaska, N Ameríka, Evrópa og Asía.