Carex caryophyllea

Ættkvísl
Carex
Nafn
caryophyllea
Íslenskt nafn
Vorstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex praecox Jacquin 1778, not Schreber 1771
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Þurrir hagar á láglendi.
Blómgunartími
June
Hæð
0,04 - 0,25 m
Vaxtarlag
Sjaldgæf stör sem minnir á dúnhulstrastör því hún hefur einnig hærð hulstur. Stráin eru þó miklu stinnari og öxin aflengri. Stráin þrístrend, kantar sljóir, 4-25 (–35) sm, snörp neðan til.
Lýsing
Lauf við grunn, kjöluð, hárlaus, 7–25 sm × 1.5–3 mm, styttri en stráin. Blómskipun 2–4 sm. Stoðblöðin næst blómskipun allt að 5 × 1 mm. Toppax 1–2 cm × 4 mm en þau neðri 0.5–1.5 sm × 4–5 mm. Axhlífar brúnar með gul-brúnni miðtaug, 3 tauga, snubbóttar, axögnin með um 2 mm títu. Fræflar 2–3 mm. Hulstur ljós-brún, oft rauðbrún í endannn, 2.5–2.8 × 1.5 mm með purpurabrúnum hárum. Trjónan rauðbrún og keilulaga. Hnotur brúnar, ásætnar, öfugegglaga 2–2.2 mm. 2n = 58, 62, 64, 66, 68 (Evrópa, Japan).
Heimildir
9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357107
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf. Hefur aðeins fundist skammt frá Herdísarvík á sunnanverðum Reykjanesskaga.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, ílendur slæðingur í N Ameríku.