Blöðin grágræn, 14–30 sm á lengd og 1–2.5 mm á breidd.. Samaxið 3-4 sm langt. Öxin dökkbrún, legglaus, dreifð efst á stönglinum. Axhlífarnar ljósrauðbrúnar. Hulstrið brúnt, 3 mm langt, taugalaust. Trjónan 0.9–1.1 mm. Blómgast í júní-júlí. 2n = 48, 50, 54, 60. LÍK/LÍKAR: Sjaldgæf stör með axskipan sem minnir á ígulstör og rjúpustör, þ.e. legglaus, dreifð öx efst á stönglinum. Hún er þó ólík útlits, þar sem hún er með dökkbrún öx.