Carex diandra

Ættkvísl
Carex
Nafn
diandra
Íslenskt nafn
Safastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex teretiuscula Good.Vignea diandra (Schrank) SojákVignea teretiuscula (Good.) Rchb.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í mýrum og flóum. Sjaldgæf.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02 - 0.70 m
Vaxtarlag
Stráin bein, mjó (1-2 mm), sívöl neðst, en efst lítið eitt strend og örlítið snörp, 25-50 sm á hæð.
Lýsing

Blöðin grágræn, 14–30 sm á lengd og 1–2.5 mm á breidd.. Samaxið 3-4 sm langt. Öxin dökkbrún, legglaus, dreifð efst á stönglinum. Axhlífarnar ljósrauðbrúnar. Hulstrið brúnt, 3 mm langt, taugalaust. Trjónan 0.9–1.1 mm. Blómgast í júní-júlí. 2n = 48, 50, 54, 60. LÍK/LÍKAR: Sjaldgæf stör með axskipan sem minnir á ígulstör og rjúpustör, þ.e. legglaus, dreifð öx efst á stönglinum. Hún er þó ólík útlits, þar sem hún er með dökkbrún öx.

Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://ip30.eti.uva.nl/BIS/flora.php?selected=beschrijving&menuentry=soorten&id=4323; http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242101043
Útbreiðsla
Vex aðalleg á láglendi. Fremur sjaldgæf, er um sunnanvert landið frá Öræfum vestur á Snæfellsnes.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, Evrópa, Asía, Kanaríeyjar og Nýja Sjáland.