Carex dioica

Ættkvísl
Carex
Nafn
dioica
Íslenskt nafn
Sérbýlisstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex laevis HoppeCarex linneana HostVignea dioica (L.) Rchb.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á deiglendi og í mýrum.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0,08 - 0.2 m
Vaxtarlag
Aðeins skriðul, stráin mjó, oftast upprétt eða uppsveigð, nær sívöl, oftast slétt eða sljóstrend með uppsveigðum hliðarsprotum, 8-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin aðeins neðantil á stráinu, slétt, þráðmjó (1 mm), rennulaga neðantil en ganga síðan fram í flatan odd. Eitt stutt, endastætt ax. Sérbýli. Öx karljurta mjó með ljósmóleitum, himnufölduðum axhlífum, 1-1,5 sm á lengd. Axhlífar karlblómanna ljósbrúnar. Öx kvenplantnanna styttri og gildari, oftast um eða innan við 1 sm á lengd, egglaga eða jafnsívöl með egglaga, brúnum axhlífum sem eru heldur styttri en hulstrið. Hulstrin dökkbrún, þrístrend, egglaga, taugaber, stutttrýnd og beinast út við aldinþroskunina. Tvö fræni. Blómgast í júní. 2n=52.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt. Eina íslenska störin með sérbýli.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://ip30.eti.uva.nl/BIS/flora.php?selected=beschrijving&menuentry=soorten&id=4342; http://www.dnr.wa.gov/nhp/refdesk/fguide/pdf/cadi.pdf
Útbreiðsla
Víða um land allt, sjaldgæf eða ófundin víða á suðurlandi og miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf; N Ameríka, Kanada, Evrópa, Asía