Carex echinata

Ættkvísl
Carex
Nafn
echinata
Íslenskt nafn
Ígulstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex stellulata Good.Vignea echinata (Murray) Fourr.Vignea stellulata (Good.) Rchb.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í votum mýrum og deiglendi, rökum lækjarbökkum og hallamýrum og finnst einnig við uppsprettur.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15 - 0.30 m
Vaxtarlag
Myndar þéttar þúfur með sljóþrístrendum, stinnum, lítið eitt bogsveigðum stráum, dálítið snörpum eða gárótt efst, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjó, 1,5-3 mm á breidd, græn, flöt eða kjöluð, snarprend með mjóum, þrístrendum oddi, stinn og útstæð. Neðstu blaðslíðrin ljósmóleit.Smáöxin hnöttótt, þrjú, sjaldan fjögur eða fimm, oftast með stuttu millibili efst á stráinu. Karlblómin neðst í toppaxinu. Axhlífar stuttar, egglaga, himnurendar, ljósmóleitar með grænni miðtaug. Hulstrin græn eða móbrún með langri, flatri trjónu, sem er smásagtennt og allsnörp, 3-4 mm á lengd og klofinni í toppinn. Frænin tvö. Blómgast í júlí. 2n = 58.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357169
Útbreiðsla
Algeng í útsveitamýrum á svokölluðum miðsvæðum (Snæfellsnes, Vestfirðir, Miðnorðurland og norðanverðir Austfirðir), annars staðar fremur sjaldséð og síst sunnanlands og á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Maxíkó, M Amaríka, Evrópa, Asía.