Carex flacca

Ættkvísl
Carex
Nafn
flacca
Íslenskt nafn
Grástör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex glauca Scopoli
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á deiglendi og í graslendi, mólendi og grasbölum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.25 - 0.45 m
Vaxtarlag
Jarðstönglar með léttskriðulum renglum. Stráin þrístrend, beinvaxin 25-45 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin grágræn-blágræn, stinn, flöt, um 3 mm breið, með niðurorpnum röðum 3-5 mm á breidd. Eitt eða tvö toppstæð, dökk karlöx karlöx og tvö til fjögur kvenöx, sem að lokum verða álút, þau neðri á hárfínum leggjum, 2-3 sm á lengd. Axhlífar dökkgrábrúnar, oft með grænleitri miðtaug og mjóum, ljósum himnufaldi. Hulstur fínbroddtt eða stutthærð, grágræn, en verður svartbrún, oft mislit um 2,5 mm á lengd, með stuttri svartri eða engri trjónu. Þrjú fræni. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Slíðrastör og belgjastör. Grástörin má þekkja á stuttum eða 2-5 mm stoðblaðaslíðurum og á lengri, dekkri öxum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242101050
Útbreiðsla
Víða á Suðurlandi og norðanverðum Austfjörðum í þurrlendi, ófundin annars staðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, ílend í N Ameríku og Nýja Sjálandi.