Carex flava var. fertilis Peck; C. flava var. gaspensis Fernald; C. flava var. laxior (Kükenthal) Gleason; C. laxior (Kükenthal) Mackenzie
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í röku graslendi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05–0.0.25 (-0.35) m
Vaxtarlag
Stráin í lausum þúfum eða toppum, bein, stinn, slétt og hvassstrend, 5-25 sm á hæð.
Lýsing
Kvenöxin tvö til fjögur, fremur leggstutt, nærri hnöttótt og þétt saman. Axhlífarnar brúnar, yddar og með grænni miðtaug. Hulstrið ljósgulgrænt, uppblásið, grófrifjað, um 6 mm á lengd, langtrýnt. Blómgast í júní-júlí. 2n = 60LÍK/LÍKAR: Gullstör. Trjónustör er er miklu hávaxnari en gullstör og með stærri öx, hulsturtrjónan lengri og oftast bogin.
Mjög sjaldgæf en finnst á örfáum stöðum við Hvalvatnsfjörð, Látraströnd og á Fljótsheiði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Alaska, Evrópa og Asía.