Carex glareosa

Ættkvísl
Carex
Nafn
glareosa
Íslenskt nafn
Heigulstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex chishimana OhwiCarex marina V.I.Krecz.Carex soriofkensis Lév. & VaniotCarex ushishirensis OhwiCarex glareosa subsp. chishimana (Ohwi) Vorosch.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í sendinni jörð, oftast nærri sjó.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.1 - 0.25 m
Vaxtarlag
Myndar þúfur með fáum, fíngerðum stráum, sem eru oftast upprétt eða uppsveigð í fyrstu, en verða fljótt álút og leggjast oftast alveg út af við aldinþroskunina.
Lýsing
Blöðin grágræn, mjó, um 1 mm á breidd, oft uppundin eða samlögð, með löngum og örmjóum oddi. 2n = 66.LÍK/LÍKAR: Líkist mjög rjúpustör en hefur lengri, grennri og læpulegri strá sem leggjast útaf við aldinþroskun og hulstrin eru með skýrum, upphleyptum taugum. Vaxtarstaðir eru ekki sambærilegir en heigultörin vex nær eingöngu á sendnum, deigum bökkum niðri við sjávarmál.
Heimildir
1,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357208
Útbreiðsla
Víða um land allt og þá helst nærri sjó.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evópa, Asía.