Carex carltonia Dewey; C. heleonastes subsp. neurochlaena (T. Holm) Böcher; C. neurochlaena T. Holm
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í mýrlendi eða flóum til heiða.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 – 0.30 m
Vaxtarlag
Vex ekki í toppum eða þúfum heldur á strjálingi með einstök eða fá strá saman í mjög lausum þúfum. Stráin stinn, hvassstrend og snörp ofantil, 10-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin blágræn, 1-1,5 mm breið, oft samanvafin. Öxin hnöttótt, grábrún, þrjú eða fjögur í þéttum og snubbóttum toppi. Axhlífarnar egglaga, oftast snubbóttar, rauð- eða dökkbrúnar með grænni eða ljósbrúnni miðtaug og hvítleitum himnufaldi, styttri en hulstrin. Hulstrið grágrænt, um 3 mm á lengd og án greinilegra tauga. Blómgast í júní-júlí. 2n = 56.LÍK/LÍKAR: Minnir á rjúpustör í útliti, en er hærri og hefur dekkri, þykkari og hnöttóttari öx.
Mjög sjaldgæf, aðeins í rennandi blautum flóum um norðanvert landið, finnst t.d. á Fljótsheiði, Norðurlandi.Önnur náttúrlet heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía.