Carex lachenalii

Ættkvísl
Carex
Nafn
lachenalii
Íslenskt nafn
Rjúpustör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex bipartita Allioni var. austromontana F. J. Hermann; C. lagopina Wahlenberg
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Rakar snjódældir, hálfdeigir lækjarbakkar og gil til fjalla.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Mörg þrístrend strá í þéttum þúfum eða toppum. Stráin uppsveigð eða upprétt, stinn og snörp ofantil, 10-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gulgræn, flöt, snarprend í endann, 1,5-2,5 mm á breidd. Blaðsprotar skástæðir.Þrjú til fjögur gulbrún öx á stráendum og er toppaxið stærst. Karlblóm neðst í öllum öxunum. Axhlífar ljósbrúnar, egglaga, snubbóttar í endann, himnurendar. Hulstrin slétt, gulgræn eða gulbrún, um 4 mm á lengd, og dragast saman í trjónu til enda. Frænin tvö. Blómgast í júní-júlí. 2n = 64LÍK/LÍKAR: Heigulstör sem er með lengri, grennri og læpulegri strá sem leggjast útaf við aldinþroska og hulstur með skýrum taugum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357268
Útbreiðsla
Algeng um land allt og sérstaklega þá upp til fjalla, sjaldséðari á láglendi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía, Nýja Sjáland.