Carex limosa

Ættkvísl
Carex
Nafn
limosa
Íslenskt nafn
Flóastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex elegans Willd.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í blautum flóum og mýrum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15 - 0.35 (-0.50) m
Vaxtarlag
Jarðstönglarnir með renglum. Stráin hvassþrístrend, oft nokkuð snörp, sérstaklega ofantil, slíður stutt, dökkbrún, 15-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin grágræn eða blágræn, mjó, um 1-2 mm á breidd, oftast með upporpnum röðum og því M- eða V-laga nokkuð löng. Stoðblaðið undir blómskipun nær ekki upp fyrir samaxið. Eitt upprétt karlax og eitt (sjaldan fleiri) leggjað, hangandi, egglaga, allblómþétt kvenax. Axhlífar ljósbrúnar-brúnar, egglaga, yddar með ljósleitum miðtaugum og slitróttum jaðri að ofan. Hulstur hrjúf, ljósmóleit eða gulbrún, trjónulaus. Frænin þrjú. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Keldustör & hengistör. Keldustör með lengri axhlífar, styttri kvenöx og breiðari, gisnari og fagurgrænni blöð. Hengistörin þekkist á dekkri, styttri og blómfærri kvenöxum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200026598
Útbreiðsla
Nokkuð algeng utan miðhálendisins. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, Evrópa, Asía.