Carex mackenziei

Ættkvísl
Carex
Nafn
mackenziei
Íslenskt nafn
Skriðstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex norvegica Willdenow ex Schkuhr, Besch. Riedgräs. 1: 50, plate S, fig. 66. 1801, not Retzius 1779
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex helst á sjóflæðum og í flóum rétt ofan við flæðarnar.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Jarðstöngullinn langskriðull með allstrjálum blaðsprotum, oft í ljósgrænum, læpulegum breiðum. Stráin gróf, slétt og upprétt, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin þunn og flöt, lin, snarprend, gulgræn eða gulleit, 2-3,5 mm á breidd, oft nær jafnlöng stráunum. Öxin eru þrjú til fimm saman efst á stönglinum. Karlblóm oftast aðeins á neðri hluta toppaxins, sem er dálítið lengra en hin öxin og oft áberandi grannt neðan til. Axhlífar egglaga, langar, mógular með ljósum röðum og grænleitri miðtaug, oft lengri en hulstrin, sljóyddar eða snubbóttar. Hulstrin grængul, stutt og bústin, nærri kringlótt, um 3 mm á lengd, með þéttum taugum og stuttri trjónu. Frænin tvö. Blómgast í júní-júlí. 2n = 64.LÍK/LÍKAR: Rjúpustör og blátoppastör. Öxin minna lauslega á rjúpustör eða blátoppastör en toppaxið er miklu lengra á skriðstörinni, og niðurmjórra.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357311
Útbreiðsla
Víða á sjávarfitjum kringum landið frá Reykjanesskaga norður og austur um að Hornafirði (ekki við suðurströndina).Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Alaska, Evrópa, Asía.