Carex macloviana

Ættkvísl
Carex
Nafn
macloviana
Íslenskt nafn
Kollstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
C. incondita F. J. Hermann
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á þurru valllendi, graslendi og grasbollum.
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.15 - 0.30 m
Vaxtarlag
Myndar þúfur eða kolla. Stráin gróf, grágræn, stinn, dálítið snörp, sljóstrend og upprétt og lítið eitt sveigð neðst, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin grá- eða blágræn, stutt og breið, flöt og með kili, gljáandi, snarprend, þrístrendofan til, gárótt, styttri en stráið og aðeins neðantil á því, 2-3 mm á breidd. Öxin dökkbrún, stutt en gild, í þéttum keilulaga kolli efst á stráinu, 10-15 mm á lengd og 8-12 mm á breidd. Axhlífarnar breiðar, rauðbrúnar með stuttum oddi, með himnukennda jaðra. Hulstrið með himnufaldi, 4,5 mm á lengd, með stuttri og sléttri, tenntri trjónu sem mjókkar jafnt upp á við. Tvö fræni. Blómgast í júlí. 2n = 86.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á hinni dökkbrúnu, gljáandi, axþyrpingu.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357312
Útbreiðsla
Nokkuð víða kringum Eyjafjörð og í S.-Þingeyjarsýslu, annars sjaldgæf. Finnst allvíða á smáblettum á landræna svæðinu norðan jökla, algengust í inndölum norðanlands. Stakir fundarstaðir ná vestur að Miðfirði og suður yfir miðhálendið.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, S Ameríka, N Evrópa.