Carex nardina

Ættkvísl
Carex
Nafn
nardina
Íslenskt nafn
Finnungsstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex elyniformis A. E. Porsild; C. hepburnii Boott; C. nardina var. atriceps Kükenthal; C. nardina subsp. hepburnii (Boott) Á. Löve, D. Löve & B. M. Kapoor; C. nardina var. hepburnii (Boott) Kükenthal; C. stantonensis M. E. Jones
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á melum hátt til fjalla. Víða á fjöllum á norðurlandi og á miðhálendinu. Mjög sjaldgæf eða ófundin annars staðar.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.03 - 0.08 m
Vaxtarlag
Mjög smávaxin stör, 3-8 sm á hæð og vex í þéttum, hörðum toppum og þúfum, oft allstórum. Stráin slétt og nærri því sívöl, bein eða aðeins bogsveigð, oft styttri en blöðin.
Lýsing
Blöðin þráðmjó, sívöl neðan til og grópuð, flest meira eða minna bogsveigð, þrístrend í endann, oft á hæð við eða hærri en axið. Oftast með einu, stuttu axi, sjaldnar tveim. Axið egglaga, brúnt með þrem til fimm karlblómum efst og þrem til sjö kvenblómum neðantil Frænin tvö. Axhlífar ljósbrúnar - dökkbrúnar, himnukenndar. Hulstrin ljósbrún, upprétt og mjókka jafnt upp í trjónu, egglaga, gistauga og dálítið snörp á röndunum, sljóþrístrend, lengri og miklu mjórri en axhlífarnar. Oft er töluvert af visnuðum blöðum og sprotum í þúfunum. Blómgast í júlí. 2n = 68, 70.LÍK/LÍKAR: Engar, minnir óblómguð á smávaxið þursaskegg en er auðþekkt í blóma.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357352
Útbreiðsla
Sjaldgæf, finnst á háfjöllum við Eyjafjörð og á hálendinu norðan Vatnajökuls og Hofsjökuls.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.