Carex nigra

Ættkvísl
Carex
Nafn
nigra
Íslenskt nafn
Mýrastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex acuta Linnaeus var. nigra Linnaeus, Sp. Pl. 2: 978. 1753; C. ×aquanigra B. Boivin; C. nigra var. strictiformis (L. H. Bailey) Fernald; C. vulgaris Fries var. strictiformis L. H. Bailey
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í margs konar votlendi, t.d. í mýrum eða tjarnajöðrum.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.20 - 0.80 m
Vaxtarlag
Lausþýfin og skríður með jarðrenglum, mjög breytileg að útliti. Stráin snörp efst, mjó, þrístrend, fremur grönn og bein, 15-80 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru dökkgræn eða blágræn, löng og mjó, 2-3 mm breið, v-laga, blaðrendur upporpnar. Neðsta stoðblaðið nær oft upp að kvenöxunum. Slíður stoðblaðsins mjög stutt, grænt eða ljósbrúnt. Oftast með eitt til tvö karlöx efst og tvö til fjögur stuttleggjuð, nær upprétt kvenöx. Axhlífar svartar með ljósri miðtaug, egglaga og snubbóttar í endann. Hulstrin oftast græn, lengri en axhlífarnar, stundum brúnmóleit, stutttrýnd eða trjónulaus. Blómgast í júní. 2n = 83, 84, 85.LÍK/LÍKAR: Stinnastör. Stinnastör er með þéttstæðari og færri kvenöx, niðurbeygðar blað¬rendur, sterklegar bogsveigðar renglur, dekkri hulstur og slíðrur stoðblaðs eru gljáandi og svört.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357357
Reynsla
“Mjög breytileg tegund og þykir góð beitarjurt. Oftast nefnd mýrastör eða starungur, en einnig mjógresi, dregið af vaxtarlagi, og þjalargras, vegna þess hve blöð og stönglar eru snörp”. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt, utan þurru svæðanna norðan jökla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, V Asía.