Carex norvegica

Ættkvísl
Carex
Nafn
norvegica
Íslenskt nafn
Fjallastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex alpina Liljeblad; C. norvegica subsp. conicorostrata Kalela; C. norvegica subsp. inserrulata Kalela; C. norvegica var. inserrulata (Kalela) Raymond; C. vahlii Schkuhr
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í móum og vallendi. Algeng víða um land en þó mjög strjál, sjaldgæf á suðurlandi og miðhálendinu.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Myndar litlar þúfur eða toppa með allmörg¬um, uppréttum, beinvöxnum, stinnum, hvassstrendum og oftast snörpum, þrístrendum stráum, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, kjöluð eða flöt, 2-3 mm á breidd, snarprend, yfirleitt styttri en stráið.Smáöxin þéttstæð 3-4 saman á stráendum, leggstutt eða legglaus, upprétt. Toppaxið stærst og neðst í því eru fáein karlblóm. Neðsta axið er stundum dálítið aðskilið frá hinum og leggjað með blaðkenndu stoðblaði. Axhlífarnar dökkbrúnar, svartbrúnar eða nær svartar, yddar, egglaga, styttri en hulstrið. Hulstur gulbrún eða svartbrún með hrjúfu yfirborði, ydd eða stutttrýnd. Frænin þrjú. Blómgast í júní-júlí. 2n = 56.LÍK/LÍKAR: Sótstör. Fjallastörin er með leggstyttri öx og mjórri blöð og toppur ekki sveigður eða lútandi eins og á sótstör.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357361
Útbreiðsla
Algeng um land allt utan Suðurlands en þar er hún sjaldséð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.