Carex pulicaris

Ættkvísl
Carex
Nafn
pulicaris
Íslenskt nafn
Hagastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í hálfdeigjum.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15 - 0,20 m.
Vaxtarlag
Lausþýfð með mjóum, sívölum, gáruðum, uppsveigðum stráum og þráðmjóum blöðum, 15-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjó (1 mm), grópuð. Eitt fremur gisið ax á stráendanum. Axið 1,5-2,5 sm á lengd, mjóegglaga og aflangt, með fimm til átta kvenblómum og álíka mörgum karlblómum, kvenblómin neðst, karlblómin efst. Þegar kvenblómin þroskast vísa aldinin beint út eða niður á við. Axhlífarnar mjóegglaga og snubbóttar eða stuttyddar, dökkgulbrúnar með grænni eða ljósmóleitri miðtaug og breiðum, ljósum himnufaldi. Hulstrið slétt og gljáandi, kastaníubrúnt, útstætt og niðurlútt, um 5 mm langt, oddbaugótt eða lensulaga. Hulstur falla fljótt af eftir þroskun. Tvö fræni. Blómgast í júlí.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.habitas.org.uk/flora/species.asp?item=2492
Útbreiðsla
Allvíða á Snæfellsnesi, í Strandasýslu og norðurhluta Austfjarða, annars sjaldgæf eða ófundin annars staðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa.