Vex í tjörnum, síkjum eða mýrum. Algeng um land allt.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
(0.1-) 0.30 - 1 m.
Vaxtarlag
Mjög stórvaxiin stör með grófar, sterkar skriðular jarðrenglur. Stráin sterkleg, há og gild, sljóstrend, mjúk og slétt, 30-100 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin blágræn, stór, gróf og fremur stinn, 4-7 mm á breidd með V-laga upporpnum röðum. Blaðslíður stofnblaðanna ljósgrábrún eða ljósgrá og fremur löng.Karlöxin efst, ljós, tvö eða þrjú saman. kvenöxin tvö eða þrjú (stundum fjögur), grængul, sívöl, leggjuð, upprétt eða örlítið lotin. Axhlífarnar yddar, grábrúnar, stuttar, lensulaga eða egglensulaga. Hulstur um 5 mm á lengd, útsperrt, hnöttótt, uppblásin, taugaber, gljáandi, grængul eða gul, með upphleyptum, dekkri taugum og langri trjónu (um 1 mm). Blómgast í júlí. 2n = 60.LÍK/LÍKAR: Engar.
“Var áður slegin til fóðurs víða um land og talin ágætt fóður handa mjólkurkúm, eins og nafnið mjólkurstör bendir til. Ef stöngull er slitinn af við rót, sést hvítur mergur strásins vel. Mergurinn er ætur. Blöðin eru mjúk og sveigjanleg og voru fyrrum höfð í undirsængur, sessur eða í stað skóleppa. Önnur nöfn eru Ijósastör, Ijósalykkja og bleikja”. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt - finnst þó síst í hæstu fjöllum og á miðhálendinu.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.