Carex rufina

Ættkvísl
Carex
Nafn
rufina
Íslenskt nafn
Rauðstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í rökum og sendnum jarðvegi, mýrajöðrum, lækardrögum og á áreyrum, oft meðfram tjörnum eða á uppþornuðum tjarnastæðum, aðallega til heiða eða fjalla.
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.05 - 0.15 m
Vaxtarlag
Blaðmikil, myndar flatar, þéttar þúfur með mjúkum, grænum blöðum, sem oftast hylja stráið og öxin, 5-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin í toppum, lengri en stráin, 1-2 mm breið, oft kjöluð, þrístrend í oddinn. Þrjú til fimm fremur þéttstæð, legglaus eða stuttleggjuð öx, öll með kvenblómum; karlblómin aðeins neðst í toppaxinu. Axhlífar fremur stuttar, dökk-rauðbrúnar eða nær svartar, oft með grænni miðtaug. Hulstrin græn með dökkum toppi og stuttri trjónu, um 2,5 mm á lengd. Frænin tvö. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 86.LÍK/LÍKAR: Hvítstör. Rauðstör með blöð sem eru lengri en stráin.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/cycarf.htm; http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357438
Útbreiðsla
Allalgeng, nokkuð víða á sjóþungum stöðum, t.d. á miðhálendinu og sums staðar á norðvestur-, norður- og austurlandi til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa (Danmörk, Norgegur, Svíþjóð).