Carex rupestris

Ættkvísl
Carex
Nafn
rupestris
Íslenskt nafn
Móastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex drummondiana Dewey
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í þurrum móabörðum og þúfnakollum.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.06 - 0.18 m.
Vaxtarlag
Stráin stinn, upprétt eða uppsveigð, hvassþrístrend, snörp, blöðótt neðst, 6-18 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin í þéttum toppum, oft brúnleit og bogin í allar áttir, snarprend, flöt en grópuð neðan til og þrístrend í oddinn, 1-2 mm á breidd. Oftast er mikið eftir af visnuðum blaðleifum fyrri ára.Eitt stutt (8-15 mm), endastætt ax. Axið mjótt, aflangt, nærri striklaga með karlblómum efst og fimm til tíu kvenblómum neðantil. Axhlífar dökkbrúnar, himnukenndar, breiðegglaga eða nær kringlóttar. Hulstrin upprétt, öfugegglaga, gljáandi, sljóþrístrend, bein, taugaber með örstuttri trjónu. Frænin þrjú. Blómgast í maí-júní. 2n = 52.LÍK/LÍKAR: Dvergstör. Móastörin er mun grófari og með áberandi bogsveigðum blöðum og einu axi, en dvergstörin er með mörg öx saman.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357439
Útbreiðsla
Algeng í innsveitum norðanlands og austan, annars sjaldgæf eða ófundin.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.