Carex salina

Ættkvísl
Carex
Nafn
salina
Íslenskt nafn
Marstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex lanceata Dewey; C. salina var. lanceata (Dewey) Kükenthal
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í mýrum ofan til á sjávarfitjum. Fremur sjaldgæf, en þar sem hún vex er hún oftast í stórum breiðum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
(0.06-) 0.10 - 0.30 (-0.35) m
Vaxtarlag
Nokkuð breytileg tegund, lausþýfin eða ekki þýfð og skríður með jarðrenglum, 10-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin fagurgræn, flöt, 2-5 mm á breidd og ná oftast upp fyrir öxin. Stoðblaðið nær upp fyrir karlaxið.Með einu til tveimur karlöxum í toppinn og tveimur til fjórum leggjuðum en nær uppréttum kvenöxum. Axhlífar dökkbrúnar, yddar með ljósari miðtaug. Hulstrið egglaga, taugabert, trjónulaust eða með örstuttri trjónu. Blómgast í júní-júlí. 2n = 77, 78, 79.LÍK/LÍKAR: Gulstör. Marstörin er mun lágvaxnari og þekkist auðveldlega á því að blöðin ná upp fyrir öxin og eins því að kvenöxin eru upprétt og leggstutt.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357442
Reynsla
Similar is the Lyngbye's Sedge (Carex lyngbyei). The Saltmarsh Sedge is much lower; differs in the leaves which exeed the culms, and the upright, short-stalked female spikes.
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf, þekur þó víða stór svæði við strendur, sérstaklega á norður- og austurlandi. Ekki á suðurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía.