Carex saxatilis

Ættkvísl
Carex
Nafn
saxatilis
Íslenskt nafn
Hrafnastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex ambusta Boott; C. compacta R. Brown ex Dewey; C. miliaris Michaux; C. physocarpa C. Presl; C. rhomalea (Fernald) Mackenzie; C. pulla Gooden., C. vesicaria L. ssp. saxatilis (L.) C. Hartm.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í mýrum, uppþornuðum tjarnabotnum eða tjarnajöðrum, oft til fjalla.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0,15 – 0.35 m
Vaxtarlag
Láréttur, allgrófgerður, skriðull, sterkur jarðstöngull með mörgum blaðsprotum og gildum, allháum, sléttum, lítið eitt bognum stráum, 15-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin fagurgræn, gulgræn eða dálítið bláleit, flöt og aðeins rennulaga, lítið eitt upporpin á röðunum, nokkuð snörp, 2-4 mm á breidd.Eitt svart karlax í toppinn og oftast tvö brúnsvört og gljáandi (eitt til þrjú) stutt, sívöl kvenöx, sem oftast eru leggstutt og upprétt, stundum er neðsta axið þó alllegglangt og drúpandi. Axhlífar langar, breiðegglaga, svartfjólubláar eða svartar, miðtaugin samlit. Hulstur dökkbrún eða svört, gljáandi, uppblásið, rifjalaust með stuttri og sívalri trjónu, um 3 mm á lengd. Frænin oftast tvö, sjaldan þrjú. Blómgast í júní-júlí. 2n = 78, 80.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357445; http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/cycasx.htm
Útbreiðsla
Algeng um land allt, einkum til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.