C. oederi auct., C. oederi auct. ssp. fennica Palmgr., C. serotina Mérat ssp. fennica (Palmgr.) (var. viridula); C. bergrothii Palmgr., C. kotilainii Palmgr. (var. bergrothii); C. oederi auct. ssp. pulchella Lönnr., C. pulchella (Lönnr.) Lindm., C. scandinavica E. W. Davies, C. serotina Mérat ssp. pulchella (Lönnr.) Ooststr. (var. pulchella); Carex viridulla ssp. Oedocarpa (Andersson) B. Schmidt.
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í mýrum, deiglendi í uppþornuðum tjarnabotnum og tjarnajöðrum og einnig við laugar, oft að finna nálægt sjó.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05 - 0.20 (-0.35) m
Vaxtarlag
Stráin saman í toppum, sljóþrístrend, bein og fremur stinn, 5-20 sm á hæð. Blaðsprotar oft þéttstæðir.
Lýsing
Blöðin gulgræn mjó, oftast flöt, 1,5-3 mm á breidd. Stoðblaðið er blaðkennt, langt og útsperrt eða niðurvísandi og nærri slíðurlaust og nær stundum hátt yfir samaxið.Eitt karlax og tvö eða þrjú egglaga eða nærri hnöttótt, þétt, egglaga eða nær hnöttótt, þéttstæð kvenöx a.m.k. tvö þau efstu. Axhlífar ljósar, gulgrænar eða gulbrúnar, með grænni miðtaug, yddar. Hulstrið 2-2,5 mm á lengd, taugabert grænt eða gulgrænt, uppblásið, rifjað, útsperrt og með afar langri trjónu. Þrjú fræni. Hnotin fyllir aðeins hluta af hulstrinu. Blómgast í júní-júlí."Tveggja deilitegunda hefur verið getið héðan, subsp. serotina og subsp. pulchella (Lönnr.) van Ooststr., silfurstör.Mest af íslenskum eintökum mun tilheyra subsp. serotina, en óvíst er um útbreiðslu hinnar síðari". (H.Kr)LÍK/LÍKAR: Grænstör og trjónustör. Grænstör með dökkgrænna og mun stærra hulstur (2,5-4 mm) en gullstör, stráin ná oftast langt upp fyrir stofnblöðin. Trjónustör er er miklu hávaxnari og með stærri öx, hulsturtrjónan lengri og oftast bogin.Gullstör er mjög breytileg tegund sem hefur verið skipt í fjölmargar deilitegundir í nágrannalöndum okkar. Ekki hefur verið farið nákvæmlega í saumana á því hverjar þeirra eru algengastar hér eða finnast hér yfir höfuð.
Hér og þar í öllum landshlutum, einkum í útsveitum, en ekki eða sjaldséð uppi á hálendinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evróða, Afríka, Kyrrahafseyjar, ílend í N Ameríku.