Carex subspathacea

Ættkvísl
Carex
Nafn
subspathacea
Íslenskt nafn
Flæðastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex hoppneri Boott; C. salina Wahlenberg var. subspathacea (Wormskjold) Tuckerman
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í flæðum eða mýrum við sjó, yfirleitt í þéttum breiðum neðarlega á sjávarflæðum.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.03 - 0.10 m
Vaxtarlag
Öll jurtin oftast mjög gulleit, smágerð og með skriðulum jarðstönglum. Stráið stutt og ber oft öx alveg niður að grunni, 3-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin á lengd við eða ívið hærri en öxin, mjó og rennulaga, 1-3 mm á breidd, oft bogsveigð út frá tiltölulega háum slíðrum, sjaldnar flöt eða með niðursveigðum jöðrum.Venjulega tvö lítil, stuttleggjuð, upprétt, blómfá kvenöx og eitt karlax. Axhlífar rauðleitar, grænleitar eða svartar, oft mislitar, odddregnar. Hulstrið öfugegglaga, grænleitt eða gulgrátt með stuttri trjónu. Frænin tvö. Blómgast í maí-júní. 2n = 78, 80–83.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357568
Reynsla
“Flæðastörin er oft nær einráð á stórum svæðum neðst á sjávarflæðum, og myndar þéttar breiður af örstuttum blaðsprotum. Hún blómstrar snemma og er afar fljót að þroska og fella aldinin, og sést hún oft hvergi með öxum á flæðunum síðari hluta sumars”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Allvíða um land allt, sjaldgæfust á suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.