Carum carvi

Ættkvísl
Carum
Nafn
carvi
Íslenskt nafn
Kúmen
Ætt
Apiaceae (Sveipjurtaætt)
Samheiti
Apium carvi (L.) Crantz, Bunium carum M. Bieb. , Bunium carvi (L.) M. Bieb., Carum officinale S.F. Gray, Carum velenovskyi Rohlena, Foeniculum carvi (L.) Link, Ligusticum carvi (L.) Roth, Sium carvi (L.) Bernh.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex við bæi og í úthögum, í graslendi og í túnum. Víða á sunnanverðu landinu og nokkuð víða annars staðar á landinu og þá helst við bæi.
Hæð
0.20-0.60 m
Vaxtarlag
Tvíær-skammær jurt, 20-60 sm á hæð. Stönglar sívalir, fínrákóttir og greindir ofan til.
Lýsing
Blöðin flest stofnstæð, ljósgræn og tví-, til þrífjöðruð. Smáblöðin mjólensulaga eða striklaga, oddmjó. Tvö flipótt smáblöð við hvert stöngulliðamót.Blómin hvít eða ofurlítið bleikmóleit, fimmdeild, mörg saman í samsettum sveipum sem eru 3-5 sm í þvermál. Hvert blóm 2-3 mm í þvermál. Krónublöðin með rifi eftir miðju efra borði og innbeygðri totu í endann, jöfn að stærð. Fræflar fimm og frævan tvískipt með tveimur stílum. Aldinið klofnar í tvö íbjúg, rifjuð, móbrún deilialdin sem eru 3-4 mm á lengd. Deilialdin kúmens eru bragðsterk og oft notuð sem krydd í brauð og osta. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3, HKr, 9
Reynsla
“Aldinið, sem oft er ranglega nefnt fræ, er talið vindeyðandi, þvagaukandi, auka mjólk í brjóstum, styrkja magann og eyða lifrarbólgu og gulu. Kúmen er ræktað víða um heim, einkum vegna olíunnar í fræjunum, sem er notuð við ilmvatnsgerð og vínframleiðslu. Það er einnig haft í osta og brauð. Gísli Magnússon (Vísi-Gísli) flutti plöntuna til landsins um 1660 þegar hann bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algengt á Suður og Suðvesturlandi, annars allvíða í byggðum landsins.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa og á stöku stað í Asíu.